Sýningar Listin mín. List Fréttir

Frá barnæsku,hef ég elskað að búa eitthvað til í höndum og eftir mínu eigin höfði. Að skapa, er lífið sjálft,að mínum dómi. Núna er uppáhaldið mitt að mála myndir og helst segja sögur í myndunum. Ég elska ævintýr,og bý þau oft til . „Furðuskepnur“, eru mitt  uppáhald,helst eitthvað sem ekki hefur verið til áður og fólk þarf að sökkva sér ofaní og skilgreina öll táknin. Ekki eru allir jafn þolinmóðir,sjá bara mikla litadýrð,segja“ Úps“,hugsa sú er skrítin og nenna ekki að sjá hvað er í myndunum. Í myndunum mínum eru oft á tíðum ferðalög og gestakomur,vinskapur,sett saman á furðulegum nótum. Ég trúi því að ég sé að skemmta fólki,vona að ég sé að gera það.

 

Í tuttugu ár var ég að búa til hluti úr gleri, (svokallað kalt gler).Nú eru það myndirnar. Ég hef haldið fjöldann allan af sýningum,bæði í gleri og málverki,sótt þekkingu mína víða í myndlistaskólum og hjá listamönnum sem eru þekktir á sínu sviði,í teikningu,glervinnslu og málverki,allt skemmtilegir snillingar.

Sýnishorn af verkum mínum má líka skoða á facebook síðu sem heitir Art Heiðrún.

Vinnustofu hef ég í bili í Hafnarfirði, Suðurgötu 18. Sími 8450940 og 5645987.

heidrun

heidrun

Heiðrún Þorgeirsdóttir