Fréttir og fleyra Nánar um mig VATNSLITIR.....af hverju ? List

 

VATNSLITIR

Vatnslitir hafa heillað mig frá upphafi, það skeður alltaf eitthvað óvænt og spennandi þegar þeir fá að flæða óhindrað.  Ljósið endurkastast í í gegnum tærleika litanna. Myndefnið er úr síbreytilegri náttúru ,hughrif ýmis,gjarnan blóm þar sem litaflæðið fær að njóta sín eða verur sem birtast á myndfletinum ómeðvitað . Það tók mig nokkurn tíma og þolinmæði  að læra að stjórna ekki of mikið ,það er lykill að velgengni og eru myndirnar að síbreytast. Ég tók upp þann góða sið að mála daglega og það er að skila sér núna, búin að vera í allt of langri pásu og þá er hætta á núllstillingu allavega í vatnslitun.

 

AKRYL

Mig langaði að prófa að mála stórar Akryl myndir gjarnan blóm þar sem litaflæði fær að njóta sín, tjá tilfinningar eða næra sálina einnig  hafa Mánagyðjur með sinni dulúð heillað mig. Er ekki sagt að maður máli sjálfsmyndir í einhverju formi ?

Elinborg

Elinborg

Elínborg Jónsdóttir