Fréttir og fleyra Nánar um mig VATNSLITIR.....af hverju ? List

  Ég er sunnlendingur er fædd og uppalin á Selfossi ,fór til Kaupmannahafnar um tvítugt að læra Gluggaútstillingar,hafði strax mikla þörf fyrir að skapa  .Ég vann við gluggaútstillingar í um 20 ár við margar verslanir við Laugavegin neins og í Karnabæ,einnig Vogue búðirnar. Blómaskreytingar hafa einnig verið spennandi viðfangsefni .

Ég er ein af þeim sem byrjaði seint að mála af alvöru,ég frétti af skóla í Danmörku þar sem fólk væri á öllum aldri og þá lét ég verða af því að drífa mig .Fór í Sönderborg Kunstskole  sem er á suður Jótlandi árið 2002.Þarna var fólk frá fleyri löndum sem gaman var að kynnast og góðir kennarar og lærði ég margt skemmtilegt .Þetta var vendipunktur fyrir mig, nóg til að komast  í gang með meira sjálfstraust.ég kynntist ar einnig Gunhild Bloch sem er með kunst terapy námskeið, við hugleiddum  og máluðum svo það sem við upplifðum í hugleiðslu , ég fór með henni ásamt dönskum hóp fyrir 8 árum til Skiathos sem er eyja í Gríska eyjahafinu og þar máluðum við í dásamlegri birtu og orku undir olífulundi úti í skógi ,dásamleg upplifun..Ég hef einnig ég verið á  nokkrum námskeiðum hjá Derek í Myndlistarskóla Kópavogs .

Ég á mýmörg áhugamál og hef komið víða við ,þarf alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt fyrir utan venjul handavinnu, eins og að þæfa ull ,mála húsgögn, og öskjur og hanna skartgripi vil helst vinna með silfur og ekta steina en ég fór á skemmtilegt námskeið í silfursmíði ,hanna einnig skartgripi úr orkusteinum eins og Amethyst o fl. Skart úr skinni og roði er líka gaman að gera. Vantar stundum fleyri tíma í sílarhringinn eða úthald í að gera al lt sem mig langar til. Ég nota helst orkuna í málun þessa dagana.  Annars skiftir mestu máli að hafa gaman af .

Á Facebook er ég með aðra síðu sem er fyrir vatslitamyndirnar  Listagarðurinn.......eða facebook/elinborgart

 

 

 

 

 

 

 

Elinborg

Elinborg

Elínborg Jónsdóttir