Íslensk List - Ljós og Lifandi
 

Skilmálar fyrir listamenn ArtIceland

1. Inngangur

Skilmálar þessir er samningur milli ArtIceland og listamanns. Með því að nota þjónustu vefsins ArtIceland.is samþykkir listamaður þessa skilmála.

ArtIceland er í eigu Álfatungls ehf. 511202-2210.

ArtIceland áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum. Slíkar breytingar verða birtar á vefnum ArtIceland.is og taka strax gildi. Listamaðurinn fær einnig tilkynningu um breytingar með tölvupósti.

2. Umsóknarferlið

Listamenn verða að sækja um aðild á vefnum www.articeland.is. Umsóknir verða að innihalda almennar upplýsingar svo sem nafn, tölvupóst og símanúmer ásamt hlekk á vef eða dæmi um nokkur listaverk.

Samþykktir umsækjendur verða látnir vita innan viku með tölvupósti.

Allir umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri. Listamenn undir 18 ára aldri verða að hafa samþykki forráðamanna.

Umsóknarferlið er ókeypis.

3. Kostnaður

ArtIceland tekur 20% þóknun af sölu verka.

Listamenn með SILFUR áskrift greiða mánaðaráskrift 2.510 kr. Þeir geta greitt allt árið fyrirfram, samtals 25.100 kr. fyrir árið.

Listamenn með GULL áskrift greiða mánaðaráskrift 6.777 kr. Þeir geta greitt allt árið fyrirfram, samtals 67.770 kr. fyrir árið.

Mánaðargjald og þóknun er með virðisaukaskatti.

Gjaldið er tekið af greiðslukorti 1. hvers mánaðar.

Ekki er hægt að fá endurgreiðslu.

Ef gjaldið er ekki greitt á réttum tíma verða listaverk listamanns ekki lengur sýnileg á vefnum.

4. Ábyrgð

Það er á ábyrgð listamannsins að uppfæra upplýsingar á vef ArtIceland. Þetta á við um upplýsingar um listamann, listaverk og hvort verk eru seld eða ekki.

Listamenn mega ekki hlaða inn efni eða myndum sem þeir hafa ekki höfundarrétt á eða hafa lagalegan rétt til að selja. Sama á við um efni sem er dæmt ólöglegt, er skaðlegt, móðgandi, klúrt, klámfengið, ærumeiðandi, skaðar einkalíf, er hatursfullt eða hneykslanlegt á annan hátt.

Það er gert ráð fyrir að myndir af listaverkum á ArtIceland vefnum uppfylli faglegan staðal. Listamanni ber að tryggja eftirfarandi þegar hann setur inn myndir: með góðri lýsingu, skýrum fókus og án kartons og ramma. Best er að taka myndir í dagsljósi og alls ekki nota flass.

Stjórnendur ArtIceland.is áskilja sér rétt til þess að fjarlægja allar myndir sem það telur ekki uppfylla staðal.

5. Sala

Þegar verk selst fær listamaður tölvupóst. Þar kemur fram hvernig kaupandi hyggst fá verkið afhent.

Ef kaupandi ákveður að sækja verkið til listamanns þarf listamaður að hafa samband við kaupanda og semja um afhendingu.

Ef kaupandi ákveður að fá verkið sent heim sækir ArtIceland verkið til listamanns og kemur í hendur kaupanda.

ArtIceland tekur við greiðslu, sér um innpökkun, tryggingu vegna sendingar og afhendinu verksins og vera í samskiptum við kaupanda.

6. Uppgjör

ArtIceland gerir upp sölu listaverka fyrir 15. dags næsta mánaðar eftir sölu og greiðir inn á reikning listamanns.

7. Söluréttur

Verk sem eru sýnd á ArtIceland.is er heimilt að auglýsa með öðrum leiðum. Listamaður hefur rétt til að selja eða sýna verk sín í gegnum aðra umboðsmenn eða söluaðila.

Ef verk er ekki lengur til sölu verður listamaður að uppfæra stöðu listaverksins til samræmis.

8. Höfundarréttur

Listamaður heldur öllum höfundarrétti á listaverk.

ArtIceland tekur ekki ábyrgð á tapi eða tjóni listamanns vegna brota á höfundarrétti.

9. Uppsögn

ArtIceland getur sagt upp listamanni ef hann uppfyllir ekki skilyrði þessara skilmála.

Listamaður getur sagt upp samningi sínum skriflega með mánaðar fyrirvara.

10. Réttindi ArtIceland

ArtIceland áskilur sér rétt til að nota myndir listamanna til að kynna vefinn.

11. Fyrirvari

ArtIceland tekur ekki ábyrgð á að upplýsingar sem eru á vefnum séu nákvæmar eða rétt uppfærðar. Við beitum öllum ráðum til að halda upplýsingum sem eru á þessari vefsíðu uppfærðum og réttum, en það er ekki tryggt.


GreenQloud

Fyrirtæki: Álfatungl ehf. / ArtIceland.is - Keilufelli 41 - 111 Reykjavik
Kt: 511202-2210 - VSK númer: 77471
Sími: +354 698 2919 - Tölvupóstur: articeland@gmail.com

Skilmálar kaupenda - Skilmálar listamanna
2013-2018 © ArtIceland.is